Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   mán 20. október 2014 15:30
Magnús Már Einarsson
Kristinn dæmir hjá Celtic
Kristinn Jakobsson.
Kristinn Jakobsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Íslenskur dómarasextett verður að störfum á Celtic Park í Glasgow næstkomandi fimmtudag þegar skoska liðið Celtic og FC Astra frá Rúmeníu mætast í Evrópudeild UEFA.

Kristinn Jakobsson verður dómari og með honum tveir aðstoðardómarar, fjórði dómari og tveir sprotadómarar.

Leikur FH og Stjörnunnar var síðasti leikurinn sem Kristinn dæmir á Íslandi en hann mun dæma nokkra leiki erlendis fram að áramótum.

Celtic er í efsta sæti D-riðils með fjögur stig eftir tvo leiki, en FC Astra er án stiga.

Dómarateymið
Dómari - Kristinn Jakobsson
Aðstoðardómari 1 - Gylfi Már Sigurðsson
Aðstoðardómari 2 - Sigurður Óli Þórleifsson
Fjórði dómari - Gunnar Sverrir Gunnarsson
Sprotadómari 1 - Þóroddur Hjaltalín
Sprotadómari 2 - Vilhjálmur Alvar Þórarinsson
Athugasemdir
banner
banner
banner