Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 21. janúar 2018 14:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Niðurbrotinn Rondon sendir batakveðjur á McCarthy
Rondon var niðurbrotinn.
Rondon var niðurbrotinn.
Mynd: Getty Images
Salomon Rondon, sóknarmaður West Brom, var niðurbrotinn og grét eftir baráttu sína við James McCarthy, leikmann Everton, í gær. McCarthy tvífótbrotnaði eftir einvígi sitt við Rondon og mun ekki koma meira við sögu á þessari leiktíð.

Hinn 27 ára gamli McCarthy tók tæklingu þegar Rondon var að fara í skot með þeim afleiðingum að McCarthy meiddist hörmulega.

Rondon brast í grát eftir að hafa séð hvað gerðist. Eftir leik sendi hann batakveðjur á miðjumann Everton.

„Ég er algjörlega niðurbrotinn eftir þetta óheppilega atvik," sagði Rondon í yfirlýsingu á West Brom.

„Ég finn mjög til með James. Jafnvel þó þetta hefði endað í marki, þá hefði ég frekar sleppt því að skora ef það hefði komið í veg fyrir að andstæðingur skyldi meiðast svona hörmulega."

„Ég vil óska James skjóts bata og vonast til að sjá hann spila aftur fótbolta fljótlega," sagði Rondon.
Athugasemdir
banner
banner