Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 21. mars 2017 09:30
Magnús Már Einarsson
Keane og Werner orðaðir við Liverpool
Powerade
Michael Keane er á óskalista Liverpool.
Michael Keane er á óskalista Liverpool.
Mynd: Getty Images
Ross Barkley er orðaður við Tottenham og Arsenal.
Ross Barkley er orðaður við Tottenham og Arsenal.
Mynd: Getty Images
Ensku slúðurblöðin eru að horfa til sumarsins og ýmsar kjaftasögur eru í gangi.



Arsene Wenger, stjóri Arsenal, er ekki búinn að ákveða framtíð sína hjá félaginu. Hann ætlar að nota landsleikjahléið til að skoða stöðuna. (London Evening Standard)

PSG vill fá Wenger til að taka við af Unai Emery í sumar. PSG hefur boðið Wenger tveggja ára samning. (Sun)

Aðrar fréttir segja að Wenger ætli að gera nýjan tveggja ára samning við Arsenal og fá framherjana Kylian Mbappe (18) frá Monaco og Alexandre Lacazette (25) frá Lyon til að fylla skarð Alexis Sanchez og Mesut Özil sem eru á förum. (Daily Mirror)

Bacary Sagna (34), hægri bakvörður Manchester City, segir að stuðningsmenn Arsenal eigi að styðja við bakið á Wenger. (Dail yExpress)

Tottenham er í góðri stöðu í baráttunni um Ross Barkley (23) miðjumann Everton. (Daily Mail)

Arsenal vill líka fá Barkley en þeir Alex Oxlade-Chamberlain (23) og Jack Wilshere (25) eru líklega á förum frá félaginu. (Daily Telegraph)

Tony Pulis, stjóri WBA, fær nýjan samning í sumar. (Daily Telegraph)

Manchester United ætlar að bjóða Marcos Rojo (27) eins árs framlengingi á samningi sínum. Rojo verður samningslaus árið 2019. (Sun)

Liverpool vill fá Michael Keane (24), varnarmann Burnley, og Timo Werner (21), framherja RB Leipzig. (Daily Mail)

Watford er að kaupa Tom Cleverley (27) en hann hefur verið í láni hjá félaginu frá Everton í vetur. (Daily Express)

Jose Mourinho segist vera þroskaðari stjóri í dag en áður og hann reyni að hafa ást og frið í leikmannahópi Manchester United. (France Football)

Barcelona vill fá Massimiliano Allegri, þjálfara Juventus, til að taka við þegar Luis Enrique hættir í sumar. (Premium Sport)

Ernesto Valverde, þjálfari Athletic BIlbao, og Juan Carlos Unzue, aðstoðarþjálfari Barcelona, eru líklegir í starfið hjá Barcelona. (El Pais)

Michael Eisner, fyrrum stjórnarformaður Walt Disney, er í viðræðum um kaup á Portsmouth sem leikur í ensku D-deildinni. (The Portsmouth News)

Manchester City er nálægt því að gera samstarfssamning við félag í Úrúgvæ. (Indepenent)

Dusan Tadic, miðjumaður Southampton, vill fá meiri virðingu frá Claude Puel stjóra liðsins. Tadic hefur verið skipt af velli í fimm leikjum í röð. (Sun)
Athugasemdir
banner
banner
banner