Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 21. mars 2017 13:00
Hafliði Breiðfjörð
Ólafur Ingi útilokar að spila á Íslandi í sumar
Icelandair
Ólafur Ingi á æfingu Íslands í Parma í dag.
Ólafur Ingi á æfingu Íslands í Parma í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ólafur Ingi Skúlason mun ekki spila á Íslandi í sumar en þetta staðfesti hann við Fótbolta.net í dag.

Ólafur Ingi er í Parma á Ítalíu með íslenska landsliðinu en þar undirbýr liðið sig undir leikinn gegn Kosovo í undankeppni EM á föstudaginn.

„Ég er með samning úti í Tyrklandi og svo er ég að berjast fyrir mínu landsliðssæti. Ég hef áhuga og metnað fyrir því að halda mér í þessum hóp," sagði Ólafur Ingi við Fótbolta.net í dag en hann leikur með Karabükspor í Tyrklandi.

Ólafur Ingi hefur mikið verið orðaður við heimkomu í sumar og Stjarnan og uppeldisfélag hans, Fylkir, hafa mikið verið orðuð við hann. Hann hefur íhugað að koma heim en útilokar núna að af því verði í sumar.

„Það yrði erfiðara að halda mér í landsliðinu ef ég væri að spila heima í Pepsi-deildinni. En svo er ég líka með samning í Tyrklandi og verð að heiðra hann. Það er komið að því núna að loka á að ég sé að koma heim."

Fótbolti.net er með öflugt teymi í Hollandi og er hægt að fylgjast með öllu bak við tjöldin á Snapchat (Fotboltinet), á Instagram og öðrum samskiptamiðlum okkar.

Leikir Íslands á EM:
Ísland 0-1 Frakkland
Ísland 1-2 Sviss
Ísland 0-3 Austurríki
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner