Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   mán 21. maí 2018 13:11
Ívan Guðjón Baldursson
Hópur Króatíu klár - Skammt frá heimsklassa
Mynd: Getty Images
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
Zlatko Dalic er búinn að opinbera þá 24 leikmenn sem eru í hóp Króatíu fyrir HM í Rússlandi.

Hver þjóð má skrá 23 leikmenn til leiks þannig einn úr hópnum mun ekki komast með.

Króatía er í riðli með Íslandi og mætir Nígeríu í fyrstu umferð, þegar Ísland á leik við Argentínu.

Hópur Króata er gríðarlega sterkur á blaði, þar sem menn á borð við Luka Modric, Ivan Rakitic, Ivan Perisic, Marcelo Brozovic og Mario Mandzukic munu hrella varnir andstæðinganna.

Króatía getur teflt fram hágæðaleikmanni í hverri einustu stöðu og er ekki langt frá því að vera með lið í heimsklassa.

Markmenn:
Danijel Subasic [Mónakó], Lovre Kalinic [Gent], Dominik Livakovic [Dinamo Zagreb]

Varnarmenn:
Vedran Corluka [Lokomotiv Moscow], Domagoj Vida [Besiktas], Ivan Strinic [Sampdoria], Dejan Lovren [Liverpool], Sime Vrsaljko [Atlético Madrid], Josip Pivaric [Dinamo Kiev], Tin Jedvaj [Bayer Leverkusen], Matej Mitrovic [Club Brugge], Duje Caleta-Car [RB Salzburg]

Miðjumenn: Luka Modric [Real Madrid], Ivan Rakitic [Barcelona], Mateo Kovacic [Real Madrid], Milan Badelj [Fiorentina], Marcelo Brozovic [Inter], Filip Bradaric [Rijeka]

Sóknarmenn: Mario Mandzukic [Juventus], Ivan Perisic [Inter], Nikola Kalinic [Milan], Andrej Kramaric [Hoffenheim], Marko Pjaca [Schalke 04], Ante Rebic [Eintracht Frankfurt]
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner