Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 21. september 2014 15:05
Elvar Geir Magnússon
Byrjunarlið FH og Fram: Guðjón Árni byrjar
Guðjón Árni Antoníusson.
Guðjón Árni Antoníusson.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Guðjón Árni Antoníusson er í byrjunarlið FH sem mætir Fram í Pepsi-deildinni klukkan 16. Hann kemur inn í bakvörðinn í staðinn fyrir Jón Ragnar Jónsson sem er í leikbanni. Þetta er fyrsti byrjunarliðsleikur Guðjóns síðan í 2. umferð.

Smelltu hér til að fara í textalýsingu frá leiknum

Emil Pálsson kemur inn fyrir Ólaf Pál Snorrason og Sam Hewson fer á miðjuna í staðinn fyrir Hólmar Örn Rúnarsson.

Jóhannes Karl Guðjónsson er ekki í leikmannahópi Fram sem er að berjast fyrir lífi sínu. Framarar voru hörmulega lélegir gegn Fjölni í síðasta leik sínum og hefðu í raun átt að tapa stærra en 1-3. Liðið er í fallsæti með 18 stig en fyrir ofan eru Keflavík og Fjölnir með 19 stig svo fallbaráttan er heldur betur jöfn og spennandi.

FH er á toppi deildarinnar með 45 stig, sama stigafjölda og Stjarnan en hefur talsvert betri markatölu. Þessi tvö lið mætast einmitt í lokaumferðinni og væri algjör draumur að fá hreinan úrslitaleik þar!

Byrjunarlið FH:
1. Róbert Örn Óskarsson (m)
3. Guðjón Árni Antoníusson
5. Pétur Viðarsson
6. Sam Hewson
7. Ingimundur Níels Óskarsson
8. Emil Pálsson
10. Davíð Þór Viðarsson
11. Atli Guðnason
19. Steven Lennon
20. Kassim Doumbia
26. Jonathan Hendrickx

Byrjunarlið Fram:
1. Denis Cardaklija (m)
3. Tryggvi Sveinn Bjarnason
4. Hafsteinn Briem
6. Arnþór Ari Atlason
7. Daði Guðmundsson
8. Einar Bjarni Ómarsson
9. Haukur Baldvinsson
15. Ingiberg Ólafur Jónsson
16. Aron Bjarnason
19. Orri Gunnarsson
22. Guðmundur Steinn Hafsteinsson
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner