Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 21. september 2014 09:30
Grímur Már Þórólfsson
Warnock: Zaha þarf að fá að spila til að komast í landsliðið
Wilfried Zaha
Wilfried Zaha
Mynd: Getty Images
Neil Warnock, þjálfari Crystal Palace, segir að Wilfried Zaha verði að fá að spila meira.

Þessi 21 árs gamli leikmaður er nú á láni hjá Crystal Palace en hann fékk fá tækifæri hjá Man Utd í fyrra en var svo lánaður í janúar til Cardiff.

Zaha er nú aftur kominn til uppeldisfélags síns og er strax farinn að láta til sín taka en hann skoraði jöfnunarmark gegn Newcastle.

„Ég tel ferill hans ekki í hættu. Við þurfum ekki að bjara ferli hans, við verðum bara að láta hann spila og þá getur hann komist í enska landsliðið aftur.“

„Til að komast þangað þarftu að vera góður í hverri einustu viku. Það verður að vera markmiðið.“

„Hann er í þeim aldursflokki sem er að brjóta sér leið inn í enska landsliðið núna. Það mun hvetja hann áfram að sjá þá stráka í landsliðinu.“

„Viðhorf hans hefur verið frábært síðan að ég byrjaði hérna, það voru þrjú eða fjögur félög á eftir honum en við fengum hann. Hann vildi koma hingað aftur og fá að spila og ég held að það sé frábært fyrir hann.“

„Erfiðast er að fara í stórt félag fyrir Man Utd fyrir mikinn pening eins og hann gerði og fá ekki að spila.“

Zaha spilaði landsleik fyrir England árið 2012 en eftir komuna til Man Utd hefur hann dottið úr liðinu.
Athugasemdir
banner
banner
banner