Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 22. janúar 2017 14:30
Kristófer Kristjánsson
Henderson: Eitt tap gerir okkur ekki að lélegu liði
Jordan Henderson
Jordan Henderson
Mynd: Getty Images
Fyrirliði Liverpool, Jordan Henderson, hefur hvatt liðsfélaga sína til að læra af tapinu gegn Swansea á Anfield.

Swansea, sem hefur verið í fallbaráttu allt tímabilið, sótti sinn fyrsta sigur á Anfield þökk sé sigurmarki Gylfa Þórs Sigurðssonar.

2017 fer hægt af stað í Bítlaborginni en eini sigur Liverpool á árinu kom í aukaleiknum gegn D-deildarliði Plymouth í enska bikarnum.

„Eitt tap gerir okkur ekki að lélegu liði, við erum enn fullir sjálfstrausts," sagði Henderson í viðtali við heimasíðu Liverpool.

„Þegar við lentum 2-0 undir var það auðséð að við gætum komist aftur inn í leikinn og það tókst. En kannski reyndum við of mikið að ná sigurmarkinu og fengum það í bakið."

„Þetta er gríðarlega svekkjandi en við verðum að vera tilbúnir fyrir næsta leik og læra af þessu."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner