Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 22. janúar 2017 12:51
Kristófer Kristjánsson
Spánn: Sevilla setur pressu á Real Madrid í toppbaráttunni
Vincente Iborra átti áhugaverðan dag
Vincente Iborra átti áhugaverðan dag
Mynd: Getty Images
Osasuna 3 - 4 Sevilla
1-0 Sergio Leon ('15 )
1-1 Vicente Iborra ('43 )
2-1 Vicente Iborra ('63 , sjálfsmark)
2-2 Vicente Iborra ('65 )
2-3 Franco Vazquez ('80 )
2-4 Pablo Sarabia ('90 )
3-4 Kenan Kodro ('90 )

Fyrsta leik dagsins í spænsku úrvalsdeildinni er nú lokið en Osasuna tók á móti Sevilla.

Heimamenn sitja á botni deildarinnar á meðan Sevilla eru í bullandi titilbaráttu og kom það því á óvart þegar Sergio Leon kom heimamönnum yfir eftir korters leik.

Vicente Iborra svaraði hinsvegar fyrir gestina stuttu fyrir hálfleik með jöfnunarmarki. Það dróg svo heldur betur til tíðinda í síðari hálfleik þegar Iborra skoraði sjálfsmark á 63. mínútu aðeins til að skora aftur, að þessu sinni í rétt mark, og jafna leikinn á ný tveimur mínútum síðar.

Franco Vazquez og Pablo Sarabia innsigluðu svo sigur Sevilla seint í leiknum áður en að Kenan Kodro klóraði í bakkann fyrir heimamenn.

Þetta þýðir að Sevilla er aðeins einu stigi á eftir Real Madrid, sem á þó leik til góða.
Stöðutaflan Rússland Efsta deild - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Zenit 25 15 5 5 44 22 +22 50
2 FK Krasnodar 25 14 7 4 41 25 +16 49
3 Dinamo 25 12 8 5 42 33 +9 44
4 Lokomotiv 25 10 11 4 42 34 +8 41
5 Kr. Sovetov 25 11 6 8 43 35 +8 39
6 Spartak 25 11 6 8 34 29 +5 39
7 CSKA 25 9 11 5 44 33 +11 38
8 Rostov 25 10 7 8 37 38 -1 37
9 Rubin 25 10 6 9 23 30 -7 36
10 Nizhnyi Novgorod 25 8 4 13 24 33 -9 28
11 Orenburg 25 6 8 11 28 33 -5 26
12 Fakel 25 6 8 11 19 28 -9 26
13 Akhmat Groznyi 25 7 5 13 24 37 -13 26
14 Ural 25 6 6 13 24 39 -15 24
15 Baltica 25 6 5 14 25 31 -6 23
16 Sochi 25 4 7 14 26 40 -14 19
Athugasemdir
banner