Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 22. apríl 2014 10:31
Daníel Freyr Jónsson
Segir umboðsmann Mourinho í sambandi við United
Jose Mourinho.
Jose Mourinho.
Mynd: Getty Images
Portúgalski umboðsmaðurinn Jorge Mendes hefur rætt við Manchester United fyrir hönd skjólstæðing síns, Jose Mourinho, stjóra Chelsea.

Stjórastaðan á Old Trafford er laus eftir að David Moyes var í morgun rekinn frá félaginu eftir skelfilegt gengi á tímabilinu.

Samkvæmt ítalska blaðamanninum Gianluca Di Marzio hefur Mendes haft samband við United af fyrra bragði til að lýsa yfir áhuga Mourinho á að taka við félaginu.

Di Marzio þykir með áreiðanlegustu blaðamönnum Evrópu, en ljóst er að það yrðu afar stórar fréttir ef Mourinho myndi yfirgefa Chelsea fyrir United. Einungis ár er síðann hann tók við Chelsea í annað sinn á ferlinum.
Athugasemdir
banner