Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 22. apríl 2017 09:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Gabriel Jesus gæti spilað gegn Arsenal á morgun
Brassinn gæti snúið aftur á morgun.
Brassinn gæti snúið aftur á morgun.
Mynd: Getty Images
Gabriel Jesus gæti spilað með Manchester City á morgun þegar liðið mætir Arsenal í undanúrslitum enska bikarsins.

Þetta staðfesti Pep Guardiola, stjóri Man City, á blaðamannafundi í gær, en Jesus hefur verið frá í tvo mánuði.

Brasilíumaðurinn kom til City í janúar og fór af stað af miklum krafti áður en hann meiddist. Hann gæti byrjað gegn Arsenal.

„Hann er miklu, miklu betri," sagði Guardiola. „Hann er að koma aftur með gleði og við erum svo ánægðir með það."

„Allur hópurinn mun ferðast saman á Wembley og hann verður hluti af honum. Við munum svo sjá til (hvort hann verði í hópnum)."

„Hann var með alla Evrópu í höndunum og hann ákvað að koma hingað, við getum ekki gleymt því. Vonandi getur hann hjálpað okkur áður en tímabilinu lýkur."
Athugasemdir
banner
banner