Rashford, Fonseca, Moyes, Jorginho, Fati, Lenglet, Amorim, Sterling og Lukaku koma við sögu
   sun 22. maí 2016 21:47
Magnús Már Einarsson
Mynd: Löglegt mark tekið af KR - Indriði alls ekki rangstæður
Mynd úr útsendingu Stöðvar 2 Sport sem Guðjón Ólafsson birti á Twitter.  Indriði er næstur í myndinni.
Mynd úr útsendingu Stöðvar 2 Sport sem Guðjón Ólafsson birti á Twitter. Indriði er næstur í myndinni.
Mynd: Twitter - Guðjón Ólafsson
KR-ingar eru æfir eftir að löglegt mark var dæmt af liðinu gegn Breiðabliki í kvöld.

Indriði Sigurðsson skoraði þá eftir aukaspyrnu en Bjarki Óskarsson, aðstoðardómari, flaggaði rangstöðu.

Endursýningar sýna að Indriði var langt frá því að vera rangstæður en það sést einnig á myndinni hér til hliðar.

Indriði er næstur myndavélinni á myndinni en hann er langt frá því að vera rangstæður þegar boltanum er spyrnt inn á teiginn.

„"Algjör skandall" segir Óli Kristjáns um atvikið áðan þegar markið var dæmt af KR. Aðstoðardómarinn Bjarki Óskarsson í ruglinu," sagði Elvar Geir Magnússon í textalýsingu Fótbolta.net af Kópavogsvelli.

Smelltu hér til að sjá textalýsingu úr Kópavogi

Hér að neðan má sjá nokkur viðbrögð á Twitter við dómnum.









Athugasemdir
banner
banner