Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 22. maí 2018 17:59
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Liverpool og Roma fá á sig kæru
Mynd: Getty Images
UEFA hefur gefið út ákæru á hendur Liverpool og Roma vegna óláta stuðningmanna í fyrri leik liðanna í undanúrslitum Meistaradeildarinnar.

Liverpool hefur að auki verið kært fyrir notkun flugelda og að kasta aðskotahlutum.

Liverpool vann fyrri leikinn á Anfield 5-2 en úrslitin féllu að nokkru leyti í skuggann á ofbeldi sem átti sér stað fyrir utan völlinn. Einn stuðningsmaður Liverpool, maður að nafni Sean Cox, varð fyrir alvarlegri líkamsárás. Í kjölfarið var hann í lífshættu, en lítið hefur verið að frétta af ástandi hans að undanförnu. Fjölskylda hans bað um frið.

Tveir ítalskir karlmenn voru handteknir eftir að ráðist var á Sean, sakaðir um morðtilraun.

Aganefnd UEFA dæmir í málinu þann 31. maí, en Liverpool spilar úrslitaleik Meistaradeildarinnar við Real Madrid þann 26. maí.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner