Jesus gæti farið frá Arsenal - Möguleg stjóraskipti hjá Man Utd og Bayern - Dortmund vill halda Sancho
   fim 10. maí 2018 11:40
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sean Cox enn í lífshættu
Mynd: Getty Images
Sean Cox, Liverpool stuðningsmaðurinn sem varð fyrir fólskulegri líkamsárás fyrir utan Anfield í síðasta mánuði er enn í lífshættu. Þetta segir fjölskylda hans í yfirlýsingu í gærdag.

Hópur stuðningsmanna Roma réðst á Cox fyrir fyrri leik Liverpool og Roma í undanúrslitum Meistaradeildarinnar. Í kjölfarið voru tveir ítalskir karlmenn handteknir en þeir eru sakaðir um morðtilraun.

Mikill peningur hefur safnast fyrir Cox og fjölskyldu hans, en fjölskyldan er klökk yfir stuðningnum.

Í yfirlýsingunni sem birt er á heimasíðu Liverpool þakkar fjölskyldan fyrir hlýhuginn sem hún hefur fengið á þessum mjög erfiðum tímum. Þá er starfsfólkinu á Walton Centre-spítalanum þakkað fyrir, sem og lögreglumönnum.

„Sean er enn í lífshættu en hann er baráttujaxl og það, ásamt læknisfræðilegum og andlegum stuðningi, gefur von í hjarta oss að eignmaður okkar, faðir og bróðir muni snúa aftur heim til Dunboyne svo við getum verið saman sem fjölskylda á ný," segir í yfirlýsingunni sem má lesa hér.

Þess má geta að Liverpool vann Roma í einvígi liðanna í undanúrslitum Meistaradeildarinnar. Liverpool mætir Real Madrid í úrslitaleiknum í Kænugarði 26. maí.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner