Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 22. júlí 2016 11:07
Magnús Már Einarsson
Alex Manninger til Liverpool (Staðfest)
Mynd: Getty Images
Liverpool hefur gert eins árs samning við Alex Manninger, fyrrum markvörð Arsenal.

Hann á að vera til taks ef Lorius Karius og Simon Mignolet verða fyrir meiðslum á komandi tímabili.

„Þegar Liverpool hringdi þá var mikill heiður að taka við því símtalinu því að þetta var eitthvað sem ég var að leita að," sagði Manninger.

Hinn 39 ára gamli Manninger var án félags en hann var liðsfélagi Alfreðs Finnbogasonar hjá Augsburg á síðasta tímabili.

Manninger spilaði á sínum tíma 64 leiki með Arsenal en hann hefur einnig leikið með Espanyol, Torino, Bologna, Siena, Red Bull Salzburg, Udinese, Juventus og Augsburg.
Athugasemdir
banner
banner