Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
Vill breytingar eftir tæklingu Grétars - „Getur eyðilagt ferla hjá mönnum"
Sætasti strákurinn á ballinu - „Hann er 39 ára í líkama sextugs manns"
Bræður eigast við í bikarnum - Síðasta tækifærið að mæta Birki
Haraldur Freyr: Leikurinn spilast eins og við vildum
Höskuldur: Fannst þeir ofan á í grunnatriðum leiksins
Sami Kamel: Þurftum bara að beisla þessa jákvæðu orku
Dóri Árna: Ótrúlega andlaust og ekki líkt liðinu sem ég þekki
Hallgrímur Jónasson: Við stöndum saman sem lið
Árni Freyr: Mér fannst þetta vera víti
Breki Baldurs: Ég er mjög hrifinn af þessu kerfi
Arnar Gunnlaugs: Ótrúlegasta mark sem ég hef séð á þessum velli
Sveinn Þór: Ég held að við höfum aðeins sjokkerað þá pínulítið
Baldvin Borgars: Virkilega sáttur með frammistöðuna hjá mínum mönnum
Rúnar Kristins: Þeir lögðu mikla vinnu í þetta og veittu okkur mjög erfiðan leik
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
Haukur Páll: Ekki spurning um að koma mönnum fyrir
banner
   lau 22. júlí 2017 14:40
Arnar Daði Arnarsson
Egill Atla: Vanmetið hvað stelpurnar hafa lagt á sig
Egill í treyju af pabba gamla, Atla Eðvaldssyni.
Egill í treyju af pabba gamla, Atla Eðvaldssyni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það er alltaf bónus þegar fjölskyldan er að standa sig vel. Sif átti mjög góðan leik síðast. Hún og allar stelpurnar yfirhöfuð stóðu sig vel. Maður var svo sár, manni leið eins og maður hafi verið rændur um hábjartan dag, þegar maður labbaði frá síðasta leik. Ef það er eitthvað, þá sýndu stelpurnar nákvæmlega til hvers þær eru hingað komnar," sagði Egill Atlason, aðstoðarþjálfari HK/Víkings í 1. deild kvenna og bróðir Sifjar Atladóttur varnarmann íslenska kvennalandsliðsins.

„Við erum svo heppnar að við erum að æfa á sama svæði og íslenska landsliðið en ég hef bara verið í smáskilaboða sambandi við hana. Það er nóg að gera hjá þeim og maður er ekkert mikið að trufla þeirra ferli," sagði Egill aðspurður hvort hann væri eitthvað búinn að vera í sambandi við systur sína eftir að mótið hófst.

Hann hefur fylgst vel með kvennalandsliðinu síðustu ár.

„Ég er svo heppinn að eiga tvær yngri systur sem stóðu sig vel með yngri landsliðum Íslands og síðan Sif í A-landsliðinu. Svo ég hef fylgst með kvennaboltanum á Íslandi síðan um aldamótin. Taktíkin, leikfræðin og stelpurnar hafa stigið mikið upp. Það sem þær hafa lagt á sig, er oft á tíðum mjög vanmetið hjá öllum. Það er aðdáundarvert í alla staði."

Egill skartaði fallegum íslenskum landsliðsbúning í Fan-Zone-inu í dag.

„Þetta er gamalt frá Atla pabba (Atla Eðvaldssyni). Maður þurfti nú að koma hingað og sýna búninginn. Í síðasta leik var ég klæddur í landsliðsbúning frá konunni minni (Björk Gunnarsdóttir) sem á einn landsleik. Síðan nota ég pabba búning í þessum leik. Það virðist vera til ná af landsliðstreyjum heima, svo ég var ekki í miklum vandræðum," sagði Egill Atlason að lokum.

Viðtalið í heild sinni má sjá í sjónvarpinu hér að ofan.

Fótbolti.net er með öflugt teymi í Hollandi og er hægt að fylgjast með öllu bak við tjöldin á Snapchat (Fotboltinet), á Instagram og öðrum samskiptamiðlum okkar.

Leikir Íslands á EM:
Ísland 0-1 Frakkland
Ísland 1-2 Sviss
Ísland 0-3 Austurríki
Athugasemdir
banner
banner