Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 22. ágúst 2017 23:00
Þórarinn Jónas Ásgeirsson
Matuidi dreymir að vinna Meistaradeildina með Juve
Blaise Matuidi
Blaise Matuidi
Mynd: Getty Images
Blaise Matuidi gekk í raðir Juventus á dögunum frá PSG. Hann dreymir að vinna Meistaradeildina með ítalska stórliðinu en honum hefur aldrei tekist að vinna hana á sínum ferli.

Matuidi, sem var keyptur á 20 milljónir evra til Juventus, hefur unnið frönsku deildina fjórum sinnum og þrisvar hefur hann unnið franska bikarinn. Honum vantar þó að bæta við stærsta titli Evrópu í safnið.

„Öllum dreymir um að vinna Meistaradeildina en það er ekki auðvelt. Það þarf mikla vinnu og metnað en við erum eitt af þeim liðum sem dreymir að vinna hana," sagði Matuidi þegar hann var kynntur til leiks hjá Juve.

„Hins vegar er Sería A einnig mjög mikilvæg og mun hjálpa okkur að standa okkur betur í Evrópu. Sería A er mjög góð deild sem ég mun þurfa aðlagast og bæta mig sem leikmaður."

„Þetta er augljóslega mjög metnaðarfullur klúbbur sem vill alltaf vinna. Þetta fer saman við það sem ég stend fyrir, ég er mjög metnaðarfullur og vill alltaf vinna."
Athugasemdir
banner
banner
banner