Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   lau 22. október 2016 10:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Klopp: Sturridge grætir mann á æfingum
Klopp er alltaf hress!
Klopp er alltaf hress!
Mynd: Getty Images
Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, segir það ekki rétt að sóknarmanninn Daniel Sturridge skorti sjálfstraust og að maður tárist við það að sjá hann á æfingum.

Sturridge hefur ekki skorað í ensku úrvalsdeildinni síðan í apríl og hefur aðeins sett tvö mörk - bæði gegn Burton Albion í deildabikarnum - á þessu tímabili.

Sturridge hefur verið inn og út úr byrjunarliðinu hjá Klopp, en Þjóðverjinn var spurður að því á blaðamannafundi í gær hvort að það vantaði upp á sjálfstraustið hjá enska sóknarmanninum.

„Nei, ég sé það ekki," sagði Klopp. „Eftir skotæfingar ertu með tárin í augunum vegna þess að þegar þú sérð þetta þá segirðu við sjálfan þig, 'hver andskotinn! þetta er ótrúlegt!"

„Allir leikmenn eiga við smávandamál að stríða og Daniel er ekkert öðruvísi hvað það varðar. Lítil vandamál hér, lítið vandamál þar. Daniel Sturridge er stórkostlegur leikmaður, það liggur enginn vafi á því."
Athugasemdir
banner
banner
banner