Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 22. október 2017 15:56
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Danmörk: Hjörtur spilaði í sigri - Bröndby í öðru sæti
Mynd: Getty Images
Helsingor 0 - 1 Bröndby
0-1 Teemu Pukki ('4)
Rautt spjald: Anthony Jung, Bröndby ('73)

Landsliðsmaðurinn Hjörtur Hermannsson lék í hjarta varnarinnar hjá Bröndby sem skaust upp í annað sæti dönsku úrvalsdeildarinnar með sigri á Helsingor í dag.

Bröndby komst yfir á fjórðu mínútu með marki frá Teemu Pukki. Þeir létu sér það nægja að skora þetta eina mark.

Lokatölur 1-0, en Bröndby lék einum færri eftir að Þjóðverjinn Anthony Jung fékk sitt annað gula spjald á 73. mínútu.

Bröndy er eins og áður segir núna í öðru sæti með 27 stig, stigi meira en Rúnar Alex Rúnarsson og félagar í Nordsjælland, sem tapaði 4-0 gegn Hobro í morgun.

Lyngby gerði 1-1 jafntefli gegn OB, en varnarmaðurinn Hallgrímur Jónasson var ekki með Lyngby í dag.
Athugasemdir
banner
banner
banner