Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 22. október 2017 13:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Taarabt eins og nýr maður - Búinn að missa 11 kíló
Mynd: Getty Images
Adel Taarabt segist hafa verið eyðilagður andlega eftir dvöl sína hjá AC Milan, en í dag er hann nýr maður.

Hann verður í eldlínunni í dag þegar lið hans, Genoa sækir AC Milan heim í ítölsku úrvalsdeildinni.

Hinn 28 ára gamli Taarabt lék hjá AC Milan í láni frá QPR árið 2014.

„Ég var eyðilagður andlega eftir þessa reynslu," sagði Taarabt við La Gazzetta dello Sport um tíma sinn hjá Milan. „Ég hafði spilað vel og var við það að skrifa undir nýjan samning, en þá kom Pippo Inzaghi og gerði breytingar. Að fara aftur til QPR eftir að hafa spilað með stjörnum eins og Kaka í Meistaradeildinni var erfitt."

„Ég eignaðist líka vini, eins og Mario Balotelli. Við erum svipaðir, við þurfum báðir mikla umhyggju."

„Það verður sérstakt fyrir mig að mæta Milan þar sem ég átti sex mjög góða mánuði þar."

Taarabt hefur lengi þótt latur fótboltamaður. Hann hefur bætt sig núna og hefur losað sig við aukakílóin.

„Þegar ég kom fyrst til Genoa var ég ekki i formi og ég átti við vandamál að stríða. Ivan Juric (stjóri Genoa) hefur breytt lífi mínu og líkama. Ég er búinn að missa 11 kíló."

Leikur AC Milan var að hefjast, en hann er sýndur á SportTV.
Athugasemdir
banner
banner