Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   mán 23. janúar 2017 19:30
Kristófer Kristjánsson
Klopp ætlar að hjálpa Gerrard eins og hann getur
Jurgen Klopp
Jurgen Klopp
Mynd: Getty Images
Jurgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, segist ætla að gera allt sem hann getur til að gera Steven Gerrard að sigursælum þjálfara.

Gerrard mun ganga til liðs við þjálfarateymi unglingaliðs Liverpool í febrúar, 18 mánðum eftir að hann yfirgaf félagið til að ganga í raðir La Galaxy. Hann er nú hættur að spila fótbolta og ætlar að einbeita sér að þjálfun hjá félaginu sem hann spilaði sem í 17 ár.

Liverpool gosögnin ætlar sér að verða þjálfari aðalliðs í framtíðinni og mun hann væntanlega fá góðan undirbúning hjá Kopp sem kann þetta allt saman.

„Við töluðum lengi saman. Það vita allir að hann er frábær náungi. Hann sagði mér að hann vildi fara út í þjálfun og verða aðalþjálfari í framtíðinni. Ég sagði við hann að ég myndi gera allt sem ég gæti til að hjálpa honum."

„Það eru frábærar fréttir fyrir knattspyrnuheiminn að Gerrard vildi fara út í þjálfun," sagði Klopp.
Athugasemdir
banner
banner
banner