Sancho vill ekki snúa aftur til Man Utd - Dumfries vill fara til Man Utd - Chelsea vill Osimhen
   fim 23. apríl 2015 10:00
Elvar Geir Magnússon
Ivanovic til Þýskalands?
Powerade
Branislav Ivanovic á marga aðdáendur hér á landi.
Branislav Ivanovic á marga aðdáendur hér á landi.
Mynd: Getty Images
Belgíski snillingurinn Eden Hazard.
Belgíski snillingurinn Eden Hazard.
Mynd: Getty Images
Í dag er sumardagurinn fyrsti eða sumardagurinn frysti eins og Þórarinn Eldjárn orti. Við á Fótbolta.net höldum upp á daginn með því að lesa slúður og mælum með því að þú gerir slíkt hið sama.

Bayern München íhugar að gera tilboð í Branislav Ivanovic (31), varnarmann Chelsea. (Daily Express)

Chelsea mun reyna að halda Ivanovic með því að víkja frá þeirri starfsreglu sinni að bjóða leikmönnum sem eru 30 ára eða eldri aðeins stutta samninga. Lundúnafélagið hyggst bjóða serbneska landsliðsmanninum þriggja ára samning. (Daily Star)

Martin Skrtel (30) segist ekki hafa í hyggju að yfirgefa Liverpool þrátt fyrir áhuga Wolfsburg og Napoli. (ESPN)

Dimitri Seluk, umboðsmaður Yaya Toure, segir að framundan séu viðræður við Manchester City. Fjölmörg félög hafa áhuga á að krækja í þennan 31 árs miðjumann. (Sky Sports)

Inter á Ítalíu og Frakklandsmeistarar Paris St-Germain fylgjast með stöðu mála hjá þessum landsliðsmanni Fílabeinsstrandarinnar. (Times)

Leikmannahópur Manchester City styður það að Patrick Veira, nú yfirþjálfari yngri flokka Manchester City, taki við sem knattspyrnustjóri ef félagið rekur Manuel Pellegrini. (Daily Mail)

Southampton vill 20 milljónir punda fyrir sóknarmanninn Jay Rodriguez. Þessi 25 ára leikmaður er enn að jafna sig eftir að hafa skaddað liðband í hægra hné í leik gegn Manchester City fyrir ári síðan. City og Tottenham hafa áhuga á honum. (Daily Star)

Victor Wanyama, 23 ára miðjumaður Southampton, segir að Arsenal hafi áhuga á sér. (Sun)

Southampton vonast til að vinna Newcastle í baráttunni um Jordy Clasie (23), miðjumann og fyrirliða Feyenoord. (Daily Mirror)

Liverpool á greiða leið að því að tryggja sér Radja Nainggolan (26), belgískan miðjumann Roma. (Metro)

Eden Hazard (24), sóknarmiðjumaður Chelsea, verður áfram hjá Lundúnafélaginu þrátt fyrir áhuga Real Madrid. (Telegraph)

Rafael Benítez, stjóri Napoli, segist ekki vera á leið aftur í ensku úrvalsdeildina en hann hefur verið orðaður við stjórastarfið hjá Manchester City. (Guardian)

Thierry Henry, fyrrum sóknarmaður Arsenal, gagnrýndi Javier Hernandez fyrir að fagna sigurmarkinu gegn Atletico Madrid eins og hann hafi unnið HM. (Daily Express)

Bacary Sagna (32) varnarmaður Manchester City hefur engar áætlanir um að yfirgefa félagið í sumar. (Manchester Evening News)

Andy Carroll segir að leikmenn West Ham vilji halda Stóra Sam Allardyce sem stjóra á næsta tímabili. (London Evening Standard)

Steven Pienaar (33), vængmaður Everton, íhugaði að leggja skóna á hilluna vegna meiðslavandræða í hné en hélt áfram vegna góðs anda í búningsklefanum. (Liverpool Echo)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner