Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 23. apríl 2018 16:30
Magnús Már Einarsson
Elneny ekki eins illa meiddur og talið var - Nær HM
Mynd: Getty Images
Mohamed Elneny, miðjumaður Arsenal, ætti að verða klár í slaginn með Egyptum fyrir HM í sumar þrátt fyrir meiðsli sem hann varð fyrir gegn West Ham í gær.

Elneny var borinn af velli undir lok fyrri hálfleiks en meiðslin litu mjög illa út.

Mahmoud Fayez, aðstoðarþjálfari Egypta, greindi frá því í dag að Elneny verði væntanlega frá keppni í þrjár vikur og að hann gæti mögulega náð lokaleikjum Arsenal á tímabilinu.

HM ætti heldur ekki að vera í hættu en þar eru Egyptar með Rússlandi, Úrúgvæ og Sádi-Arabíu í riðli.
Athugasemdir
banner
banner