Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
Ómar Ingi: Legghlífunum hans var stolið
Vill breytingar eftir tæklingu Grétars - „Getur eyðilagt ferla hjá mönnum"
Sætasti strákurinn á ballinu - „Hann er 39 ára í líkama sextugs manns"
Bræður eigast við í bikarnum - Síðasta tækifærið að mæta Birki
Haraldur Freyr: Leikurinn spilast eins og við vildum
Höskuldur: Fannst þeir ofan á í grunnatriðum leiksins
Sami Kamel: Þurftum bara að beisla þessa jákvæðu orku
Dóri Árna: Ótrúlega andlaust og ekki líkt liðinu sem ég þekki
Hallgrímur Jónasson: Við stöndum saman sem lið
Árni Freyr: Mér fannst þetta vera víti
Breki Baldurs: Ég er mjög hrifinn af þessu kerfi
Arnar Gunnlaugs: Ótrúlegasta mark sem ég hef séð á þessum velli
Sveinn Þór: Ég held að við höfum aðeins sjokkerað þá pínulítið
Baldvin Borgars: Virkilega sáttur með frammistöðuna hjá mínum mönnum
Rúnar Kristins: Þeir lögðu mikla vinnu í þetta og veittu okkur mjög erfiðan leik
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
   mið 23. maí 2018 23:10
Mist Rúnarsdóttir
Pétur Péturs: Mömmurnar eru að æfa á fullu
Pétur var ánægður með sigurinn í kvöld
Pétur var ánægður með sigurinn í kvöld
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég er ánægður með sigurinn. Leikurinn var svosem ekkert of góður á köflum en þetta var svona iðnaðarsigur ef svo má segja. Það er erfitt að spila á móti HK/Víking. Þær eru skipulagðar. Við náðum marki í fyrri hálfleik og það róaði okkur í seinni hálfleik,“ sagði Pétur Pétursson, þjálfari Vals, eftir 2-0 sigur á HK/Víking í kvöld.

„Við ætluðum náttúrulega að setja á þær mark eins snemma og við gátum. Eins og allir reyna að gera í hverjum einasta leik,“ svaraði Pétur aðspurður um upplegg kvöldsins en Valskonur þurftu að hafa fyrir sigrinum gegn vel skipulögðu HK/Víkingsliði.

Pétur segist nokkuð ánægður með byrjun móts hjá Valskonum og von á að liðið eflist þegar leikmenn sem hafa verið frá vegna meiðsla og barneigna snúa aftur.

„Ég er svosem sáttur við stigafjöldann en hefði náttúrulega viljað fá eitthvað út úr Stjörnuleiknum. Eins og staðan er er fínt að vera með 9 stig.“

„Við vonumst til að fá eitthvað af leikmönnum inn hjá okkur sem hafa verið meiddir eða í barnseignarfíi þannig að við vonumst til þess að verða sterkari eftir því sem líður á.“


Dóra María Lárusdóttir er að jafna sig eftir krossbandaslit og var á bekknum í kvöld.

„Dóra María er allavegana komin á bekkinn svo það er stutt inná fyrir hana. En hvenær það verður kemur í ljós bara,“ sem var svo spurður út í stöðuna á nýbökuðum mæðrunum í hópnum en systurnar Margrét Lára og Elísa Viðarsdætur voru báðar mættar með krílin sín í stúkuna í kvöld.

„Já, já. Mömmurnar eru að æfa á fullu hérna alla daga vikunnar. Það er ótrúlegt að sjá þær með börnin,“ svaraði Pétur sem segist eiga von á þeim fyrr en hann áætlaði í upphafi.

Nánar er rætt við Pétur í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner