Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 23. október 2017 14:17
Magnús Már Einarsson
Mikkel Maigaard fer frá ÍBV - Atkinson líklega á förum
Mikkel Maigaard Jakobsen.
Mikkel Maigaard Jakobsen.
Mynd: Raggi Óla
Danski sóknarmiðjumaðurinn Mikkel Maigaard Jakobsen er á förum frá ÍBV en þetta staðfesti Kristján Guðmundsson þjálfari liðsins við Fótbolta.net í dag.

Samningur Mikkel við ÍBV rann út í síðustu viku og hann verður ekki áfram hjá félaginu.

Mikkel skoraði þrjú mörk í 21 leik í Pepsi-deildinni og Borgunarbikarnum í sumar en hann var í byrjunarliði í bikarúrslitunum gegn FH. Í fyrra skoraði hann tvö mörk í tuttugu leikjum í Pepsi-deildinni með ÍBV.

Þá er varnarmaðurinn David Atkinson líklega á förum aftur til Englands. David kom inn í vörn ÍBV um mitt sumar og hjálpaði liðinu að verða bikarmeistari og að bjarga sætinu í Pepsi-deildinni.

Hinn skoski Brian Stuart McLean kom einnig inn í vörn ÍBV um mitt sumar. Hann er samningsbundinn ÍBV út næsta tímabil og verður áfram í Eyjum.

Pablo Punyed verður samningslaus um áramót en að sögn Kristjáns eru Eyjamenn að ræða við hann um nýjan samning.
Athugasemdir
banner