Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 23. desember 2014 09:30
Arnar Geir Halldórsson
Moussa Sissoko til Arsenal í janúar
Powerade
Sissoko gæti verið á leið til Arsenal
Sissoko gæti verið á leið til Arsenal
Mynd: Getty Images
Vandræðagemsinn Ravel Morrison er orðaður við QPR
Vandræðagemsinn Ravel Morrison er orðaður við QPR
Mynd: Getty Images
Ný styttist óðum í að félagaskiptaglugginn opni og eru ensku blöðin dugleg að orða menn hingað og þangað. BBC tók saman.



Arsenal undirbýr nú 16 milljóna tilboð í Moussa Sissoko, miðjumann Newcastle. (Daily Mirror)

Saido Berahino, sóknarmaður WBA, mun yfirgefa félagið í janúar og eru Liverpool og Tottenham að berjast um krafta hans. (Talksport)

Crystal Palace ætlar að bjóða í Bafetimbi Gomis, sóknarmann Swansea, og Pape Souare, varnarmann Lille, í janúar. (Daily Star)

Harry Redknapp, stjóri QPR, ætlar að bjóða Ravel Morrison samning ef West Ham lætur hann fara frá félaginu. (Talksport)

Danny Ings, sóknarmaður Burnley, hefur látið hafa það eftir sér að hann muni ekki yfirgefa Burnley í janúar, Tottenham til mikilla vonbrigða. (Times)

Arsenal mun berjast við Man Utd um kaup á Mats Hummels, varnarmanni Dortmund. (Daily Express)

Morgan Schneiderlin, miðvallarleikmaður Southampton, mun hafna tilboði frá Tottenham þar sem hann vill ganga til liðs við Arsenal. (Sun)

QPR mun bjóða Charlie Austin nýjan samning sem mun tryggja honum 50 þúsund pund í vikulaun. (Sky)

Framtíð Paddy McNair og Tyler Blackett á Old Trafford er óljós en þessir tveir varnarmenn hafa fengið óvænt tækifæri með aðalliðinu á þessu tímabili. (Times)

Tim Sherwood og Uwe Rösler eru líklegastir til að taka við liði Brighton en Sami Hyypia lét af störfum nýverið. (Daily Mail)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner