Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 24. maí 2017 08:30
Stefnir Stefánsson
Eiður Smári leikur á Old Trafford
Mynd: Getty Images
Eiður Smári mun taka þátt í heiðursleik Michael Carrick sem haldinn verður á Old Trafford til marks um þau 11 ár sem hann hefur verið hjá félaginu. En allur ágóði af leiknum mun renna til góðgerðarmála.

Liðin sem munu etja kappi verður meistaralið Manchester United frá 2008 gegn úrvalsliði Michael Carrick.

Leikurinn verður þann 4. júní næstkomandi en leikmannahóparnir hafa verið gerðir opinnberir, þó munu einhver nöfn bætast í hópinn á næstu misserum.

Manchester United 2008: Van der Saar, Gary Neville, Rio Ferdinand, Paul Scholes, Ryan Giggs, Nemanja Vidić, Wayne Rooney, Wes Brown, Owen Hargreaves, Ji Sung Park, Mikaël Silvestre, Louis Saha, Darren Fletcher. Þjálfari liðsins verður að sjálfsögðu Sir. Alex Fergusson.

Úrvalslið Michael Carrick: Steven Gerrard, Frank Lampard, Michael Owen, John Terry, Jamie Carragher, Phil Neville, Robbie Keane, Míchel Salgado, Shay Given, Éric Abidal, Damien Duff, Gaizka Mendieta, Eiður Smári Gudjohnsen. Þjálfari úrvalsliðsins verður hin geðþekki Harry Redknapp.

Athugasemdir
banner
banner
banner