Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 24. maí 2018 10:30
Magnús Már Einarsson
Haukur Páll brattur - Vonast til að ná leiknum við Breiðablik
Mynd: Fótbolti.net - Bára Dröfn Kristinsdóttir
„Ég er bara nokkuð brattur í dag,“ segir Haukur Páll Sigurðsson, fyrirliði Vals, í viðtali við Vísi í dag.

Haukur Páll fór af velli eftir höfuðhögg á 27. mínútu í 2-1 tapinu gegn Grindavík í gærkvöldi.

Haukur fékk höfuðhögg í upphitun þegar hann fékk boltann í andlitið. Eftir annað höfuðhögg í leiknum fór hann svo af velli.

„Það var annað höfuðhöggið á skömmum tíma og þá var lítið hægt að gera. Mér svimaði ekki beint en ég fann fyrir óþægilegri tilfinningu þegar að ég reisti mig við. Það eina rétta í stöðunni var að fá skiptingu," sagði Haukur við Vísi.

Haukur fór ekki á sjúkrahús eftir leikinn en hann er á fínum batavegi og vonast til að spila gegn Breiðabliki í stórleik á sunnudaginn.

„Ég tek því rólega í dag og skokka svo aðeins á morgun og prófa að æfa. Ef ég kemst í gegnum það ætti ég að geta spilað en ég geri allt í samráði við sjúkraþjálfarann og lækni Valsliðsins. Ef þeir gefa mér grænt reikna ég með að spila á móti Blikum,“ sagði Haukur við Vísi.
Athugasemdir
banner
banner
banner