Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 24. júní 2016 09:47
Magnús Már Einarsson
Arnór Ingvi: Engin auka pressa á byrjunarliðssæti
Icelandair
Arnór fagnar marki sínu gegn Austurríki.
Arnór fagnar marki sínu gegn Austurríki.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta var gríðarlega stór stund fyrir mig og liðið í heild sinni," sagði Arnór Ingvi Traustason á fréttamannafundi í dag, aðspurður út í sigurmark sitt gegn Austurríki.

„Þetta var mikilvægt mark fyrir okkur til að vinna þennan leik. Sérstaklega fyrir þá leikmenn sem hafa spilað sem mest, þeir fá núna tvo auka daga í hvíld. Núna einbeitum við okkur að Englandi á mánudag."

Arnór segir að leikmenn íslenska landsliðsins hafi séð enska liðið spila á EM.

„Við höfum fylgst með flest öllum leikjum á Evrópumótinu. Maður fylgist líka með ensku deildinni og þekkir einhverja leikmenn. Þetta er sterkt lið og við þurfum að undirbúa okkur vel fyrir leikinn."

Arnór og Theodór Elmar Bjarnason sátu fyrir svörum á fréttamannafundi í dag en þeir komu sterkir inn undir lokin gegn Austurríki. Arnór var spurður að því hvort að þeir geri ekki tilkall í byrjunarliðið gegn Englandi.

„Við komum með auka kraft inn í þetta ásamt Sverri (Inga Ingasyni). Þetta veltur allt á Lars og Heimi. Við erum alltaf tilbúnir á bekknum, sama hvað. Við styðjum byrjunarliðið. Það er engin auka pressa eða eitthvað svoleiðis," sagði Arnór.

Fótbolti.net er með öflugt teymi á Evrópumótinu og færir ykkur fjölmargar fréttir daglega. Einnig er fylgst grannt með gegnum helstu samskiptamiðla.
- Vertu með okkur á Twitter með því að nota kassamerkið #fotboltinet fyrir færslur um mótið.
- Fótbolti.net á Snapchat: Fotboltinet
- Fótbolti.net á Instagram: Smelltu hér til að sjá .Net á Instagram.
Fótbolti.net á Facebook: Smelltu hér til að fara á heimasvæði Fótbolta.net á Facebook.

FARÐU Á EM SÍÐU FÓTBOLTA.NET
Athugasemdir
banner
banner
banner