Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   sun 24. júní 2018 20:37
Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson
2. deild kvenna: Tindastóll ekki í neinum vandræðum með Einherja
Tindastóll skoraði fimm mörk gegn Einherja.
Tindastóll skoraði fimm mörk gegn Einherja.
Mynd: Fótbolti.net: Eyjólfur Garðarsson
Það fóru fram tveir leikir í 2. deild kvenna í dag, annar leikurinn fór fram á Sauðárkróksvelli en hinn á Norðfjarðarvelli.

Á Norðfjarðarvelli mættust Fjarðabyggð/Höttur/Leiknir og Álftanes, þar byrjuðu gestakonur betur og þær voru komnar með 0-1 forystu strax á 1. mínútu.

Heimakonur jöfnuðu svo metin stuttu síðar en strax eftir það skoruðu gestakonur aftur og staðan orðin, 1-2. Á 19. mínútu var staðan aftur orðin jöfn, 2-2 og þannig var staðan þegar flautað var til leiksloka.

Tindastóll og Einherji mættust á Sauðárkróksvelli þar reyndust heimakonur sterkari aðilinn og sigruðu örugglega, 5-0.

Fjarðabyggð/Höttur/Leiknir 2-2 Álftanes
0-1 Saga Kjærbech Finnbogadóttir ('1)
1-1 Allyson Swaby ('7)
1-2 Oddný Sigurbergsdóttir ('7)
2-2 Ashley Batista Maza ('19)

Tindastóll 5-0 Einherji
1-0 Murielle Tiernan ('35)
2-0 Murielle Tiernan ('48)
3-0 Krista Sól Nielsen ('58)
4-0 Murielle Tiernan ('77)
5-0 Krista Sól Nielsen ('81)
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner