Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 24. júlí 2016 18:25
Jóhann Ingi Hafþórsson
Extra vellinum
Byrjunarlið Fjölnis og Vals: Guðjohnsen á bekknum
Sveinn Aron byrjar á bekknum.
Sveinn Aron byrjar á bekknum.
Mynd: Valur
Ingimundur Níels byrjar í dag.
Ingimundur Níels byrjar í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fjölnir og Valur eigast við í Grafarvoginum í dag.

Beinar textalýsingar:
17:00 ÍA - ÍBV
19:15 Fjölnir - Valur
19:15 Víkingur Ó. - Breiðablik
19:15 FH - Þróttur
20:00 Fylkir - Stjarnan

Þessi lið mættust í 1. umferð og vann þá Fjölnir 2-1, með mörkum frá Þóri Guðjónssyni. Guðjón Pétur Lýðsson skoraði mark Vals undir lokin en það dugði ekki til.

Liðin mættust svo í Borgunarbikarnum skömmu síðar. Þá hefndi Valur sín og skoraði Guðjón Pétur eina mark leiksins.

Fjölnismenn hafa óvænt verið að berjast á toppi deildarinnar og geta skellt sér í toppsætið með sigri, fari önnur úrslit, þeim í hag. Valsmenn hafa á meðan valdið ákveðnum vonbrigðum og eru í 8. sæti. Með sigri í kvöld getur liðið hugsanlega blandað sér í baráttuna í efri hlutanum.

Byrjunarliðin eru klár. Fjölnir gerir þrjár breytingar á liðinu sem steinlá fyrir Breiðablik í síðustu umferð. Gunnar Már Guðmundsson kemur inn í lið Fjölnis ásamt Ingimundi Níels Óskarssyni og Hans viktori Guðmundssyni. Ingimundur Níels er í fyrsta skipti í byrjunarliði Fjölnis síðan hann kom frá Fylki. Guðmundur Karl fer á bekkinn en hann virtist ósáttur við að vera tekinn af velli í síðasta leik og var hann farinn af svæðinu áður en leikurinn kláraðist.

Hjá Valsmönnum koma nafnarnir Kristinn Ingi Halldórsson og Kristinn Freyr Sigurðsson inn í liðið á kostnað Guðjóns Péturs Lýðssonar og Rolf Toft. Sveinn Aron Guðjohnsen er svo á bekknum í liðið Vals í fyrsta skipti en hann kom á dögunum frá HK.

Byrjunarlið Fjölnis:
Þórður Ingason
Mario Tadejevic
Gunnar Már Guðmundsson
Tobias Frank Salquist Nielsen
Viðar Ari Jónsson
Igor Jugovic
Þórir Guðjónsson
Martin Lund Pedersen
Ólafur Páll Snorrason
Ingimundur Níels Óskarsson
Hans Viktor Guðmundsson

Byrjunarlið Vals:
Anton Ari Einarsson
Andreas Albech
Kristian Gaarde
Haukur Páll Sigurðsson
Kristinn Ingi Halldórsson
Kristinn Freyr Sigurðsson
Sigurður Egill Lárusson
Rasmus Steenberg Christiansen
Andri Adolphsson
Orri Sigurður Ómarsson
Bjarni Ólafur Eiríksson
Athugasemdir
banner