Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 24. nóvember 2015 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Heimild: Sky 
Chelsea tapaði peningum þrátt fyrir að vinna deildina
Mynd: Getty Images
Englandsmeistarar Chelsea birtu fjárhagsniðurstöður sínar fyrir síðasta tímabil sem sýna að félagið tapaði rúmlega 23 milljónum punda þrátt fyrir að vinna ensku deildina.

Helsta ástæða tapsins er slæmt gengi í Meistaradeildinni, en PSG sló Chelsea út í 16-liða úrslitum.

Tap félagsins er innan ramma Financial Fair Play reglugerðar evrópska knattspyrnusambandsins þegar það kemur að fjárhagslegri háttvísi og býst félagið við að bæta það upp í ár með nýjum auglýsingasamningum.

Félagið er talið fá um 40 milljónir punda á tímabili frá Yokohama sem er með nafn sitt á treyjum félagsins og auk þess munu tekjur allra enskra félaga aukast með betri sjónvarpssamningum.
Athugasemdir
banner
banner