Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 24. desember 2014 21:48
Brynjar Ingi Erluson
Ferguson: ,,Fergie-Time" var trixið mitt
Sir Alex ,,Fergie Time
Sir Alex ,,Fergie Time" Ferguson
Mynd: Getty Images
Sir Alex Ferguson, fyrrum knattspyrnustjóri Manchester United á Englandi, viðurkennir að ,,Fergie Time" hafi verið bragð sem hann notaði til þess að loka leikjum á lokamínútum leikja.

Ferguson vann 38 titla með Manchester United á 26 ára ferli hans sem knattspyrnustjóri félagsins.

Hann segist hafa notað taktík til þess að hafa áhrif á dómara og andstæðinga sína með því að standa á hliðarlínunni en það virkaði oftar en ekki hjá þessum sigursæla stjóra.

Ferguson var mættur í spjall í jólaþætti BT Sport en þar ræddi hann um þessa ,,Fergie Time" taktík.

,,Þetta er ástæða þess að ég horfði alltaf á úrið mitt. Ég horfði aldrei á úrið og vissi aldrei hvað það voru margar mínútur eftir," sagði Ferguson.

,,Þetta nær til mótherjans og dómarans og má segja að þetta hafi verið svolítið trix hjá mér. Málið með þessar síðustu 10-15 mínútur leiksins, sérstaklega á Old Trafford er það að þú ert með 65 þúsund manns þarna."

,,Ég sagði alltaf við leikmennina í hálfleik að stressa sig ekki yfir stöðunni og vera þolinmóðir. Bíðið eftir síðustu fimmtán mínútunum og gerið það sem ykkur sýnist. Ég er gambler og tók því alltaf slaginn. Þetta virkaði ekki alltaf en yfirleitt virkaði það samt."

,,Andrúmsloftið er magnað eftir svona leiki þar sem maður skorar á síðustu mínútunum og allir hópast saman og klappa, þetta var magnaður staður til að vera á."

,,Það mikilvægasta er að þessir stuðningsmenn sem eru að ganga útaf leikvanginum eru fullir af örvæntingu og vilja komast á barinn eða heim til konunnar til að segja þeim frá því sem gerðist á Old Trafford á síðustu mínútum leiksins. Það var starf mitt, að skila þeim heim ánægðum heim til sín,"
sagði hann að lokum.
Athugasemdir
banner
banner
banner