Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 24. desember 2014 08:30
Alexander Freyr Tamimi
PSG hyggst borga 100 milljónir evra til að fylla skarð Zlatan
Það er ekki ókeypis að fylla skarð Zlatans.
Það er ekki ókeypis að fylla skarð Zlatans.
Mynd: Getty Images
Paris Saint-Germain hefur efni á að eyða 100 milljónum evra til að leysa Zlatan Ibrahimovic af hólmi þegar hann fer, samkvæmt forseta félagsins.

PSG fékk sekt og þurfti að minnka Meistaradeildarhóp sinn fyrir brot á fjármálareglum UEFA eftir að hafa eytt miklu undanfarin tvö tímabil.

Forsetinn Nasser Al-Khelaifi er þó sannfærður um að Frakklandsmeistararnir geti fjárfest stórum upphæðum og er sannfærður um að stórstjarna komi í stað Zlatans.

,,Ég tel að PSG muni fá annan heimsþekktan framherja árið 2016 þegar Ibrahimovic fer. Fjármálareglurnar reyna að stöðva samkeppni á milli félaga en þetta gæti komið sér vel fyrir okkur," sagði Khelaifi við France Football.

,,Ég tel að við getum haft efni á að eyða 100 milljónum evra til að styrkja okkur, jafnvel þó það þyrfti að fara í einungis einn leikmann."

Athugasemdir
banner
banner
banner