Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   mán 25. mars 2024 16:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Óttast afdrif Bukayo Saka
Bukayo Saka.
Bukayo Saka.
Mynd: EPA
Bob Wilson, fyrrum markvörður Arsenal, hefur áhyggjur af því hversu mikið er sparkað í Bukayo Saka, kantmann liðsins.

Saka er algjör lykilmaður í liði Arsenal en hann mikið í því að það sé sparkað í sig, og Wilson hefur áhyggjur af stöðu mála.

„Við erum með einn besta unga leikmann heims og ef við förum ekki varlega þá mun fótboltinn missa hann þegar hann verður 24 eða 25 ára; því það verður búið að sparka Bukayo Saka út úr leiknum," segir Wilson við Telegraph.

„Dómarar virðast ekki sjá þetta, eða þá að þeir skilja þetta ekki. Það eru alltaf leikmenn í kringum Saka og ef þeir stoppa hann ekki, þá sparka þeir hann niður."

„Fólk segir kannski að ég sé dramatískur en ég segi að það er ekki sparkað meira í nokkurn leikmann í ensku úrvalsdeildinni. Ég hef miklar áhyggjur af Bukayo."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner