Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   lau 25. júní 2016 09:08
Magnús Már Einarsson
Byrjunarliðið ekki æft í tvo daga - Fylla á orkubirgðirnar
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Daníel Rúnarsson
Staðan á íslenska landsliðshópnum er góð fyrir leikinn gegn Englandi í 16-liða úrslitum EM á mánudag.

„Strákarnir í byrjunarliðinu hafa ekki æft í tvo daga. Þeir eru í endurhæfingu í ísbaði og sundi. Þeir eru klárir í slaginn fyrir æfingu í dag. Það eru engin meiðsli fyrir komandi leik, svo við erum klárir í slaginn," sagði Hemir Hallgrímsson, þjálfari, á fréttamannafundi í dag.

Sigurmarkið gegn Austurríki varð til þess að Ísland fékk tvo aukadaga í hvíld en liðið hefði spilað við Króatíu í dag ef 3. sætið hefði orðið niðurstaðan í riðlinum.

„Þessir dagar voru ótrúlega mikilvægir fyrir okkur. Við höfum verið með sama byrjunarliðið í þremur erfiðum leikjum þar sem hefur verið mikil vinnusemi í liðinu. Þegar það eru þrír dagar á milli leikja þá nærðu þér nánast aldrei. Orkubirgðirnar minnka alltaf en við vonum að það fyllist á þær í dag og á morgun þannig að menn verði fullir orku á mánudag," sagði Heimir.

Fótbolti.net er með öflugt teymi á Evrópumótinu og færir ykkur fjölmargar fréttir daglega. Einnig er fylgst grannt með gegnum helstu samskiptamiðla.
- Vertu með okkur á Twitter með því að nota kassamerkið #fotboltinet fyrir færslur um mótið.
- Fótbolti.net á Snapchat: Fotboltinet
- Fótbolti.net á Instagram: Smelltu hér til að sjá .Net á Instagram.
Fótbolti.net á Facebook: Smelltu hér til að fara á heimasvæði Fótbolta.net á Facebook.

FARÐU Á EM SÍÐU FÓTBOLTA.NET
Athugasemdir
banner
banner
banner