Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 25. júní 2017 13:00
Þórarinn Jónas Ásgeirsson
Galatasaray bætist í kapphlaupið um Jovetic
Stevan Jovetic
Stevan Jovetic
Mynd: Getty Images
Sevilla heldur áfram að reyna að fá verðmiðann á Stevan Jovetic lækkaðan hjá Inter en nú hafa Galatasaray einnig áhuga á Svartfellingnum.

Jovetic var seinni hluta tímabils á láni hjá Sevilla á Spáni og skoraði sex mörk og lagði upp fjögur önnur í 21 leik.

Klásúla var í lánsamningnum upp á 13 milljónir evra sem Sevilla þurfti að borga fyrir hann en þeir vilja ekki borga þá upphæð og eru í stað þess að reyna að semja um tvöfaldan samning fyrir Jovetic og Ever Banega á undir 20 milljónir evra.

Þolinmæði Inter virðist vera að klárast en þeir vilja selja Jovetic sem allra fyrst og nota peninginn í sín eigin leikmannakaup.

Samkvæmt Sporvadisi.com eru Galatasaray tilbúnir til að koma með tilboð í Jovetic ef Bafetimbi Gomis samþykkir ekki að ganga til liðs við tyrkneska félagið.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner