Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 25. september 2016 06:00
Elvar Geir Magnússon
Fjölnir býst við fullum velli á Evrópuslagnum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það verður hart barist í leik Fjölnis og Stjörnunnar í Pepsi-deild karla í dag en bæði lið eru í baráttu um Evrópusæti og vilja öll stigin sem í boði eru.

Leikurinn hefst klukkan 14 í Grafarvogi en búist er við fjölmenni á leikinn eins og sjá má í meðfylgjandi tilkynningu frá Fjölni.

Í ljósi þess að lokahóf fyrir alla yngri flokka félagsins, sem eru þeir fjölmennustu á landinu, verður haldið í Dalhúsum á undan leik þá má búast við troðfullum Extra-velli í kjölfarið á leik Fjölnis og Stjörnunnar sem hefst kl. 14:00.

Við hvetjum fólk eindregið til þess að mæta tímanlega á völlinn sem og að ganga ef kostur er.

Hægt verður að leggja bílum á eftirfarandi stöðum:

· Á bílastæði Fjölnis, við sundlaugina í Dalhúsum og við Húsaskóla (samtals um 200 bílastæði).

· Hjá Foldaskóla/Gullöldinni sem er í 5 mínútna göngufæri frá Extra-vellinum.

· Í Brekkuhúsum sem er í 5 mínútna göngufæri frá Extra-vellinum.

Meðfylgjandi mynd sýnir þau bílastæði sem eru í boði.

Athugasemdir
banner
banner
banner