Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   lau 25. október 2014 18:37
Elvar Geir Magnússon
Koeman ánægðari en eftir 8-0 sigurinn
Ronald Koeman, stjóri Southampton.
Ronald Koeman, stjóri Southampton.
Mynd: Getty Images
Southampton komst aftur upp í annað sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 1-0 sigri gegn Stoke í dag. Ronald Koeman, stjóri Dýrlingana, var ánægðari með frammistöðu sinna manna í þessum leik en 8-0 niðurlægingunni gegn Sunderland um síðustu helgi.

„Þetta var erfiður leikur því við náðum ekki að gera út um leikinn. Við sköpuðum átta góð færi en þegar þú nærð ekki að skora annað mark er þetta alltaf erfitt," segir Koeman.

„Stoke lagði allt í þetta og með sinn líkamlega styrk var liðið erfitt. Fótbolti er furðuleg íþrótt því fyrri hálfleikurinn var mun betri en í síðustu viku. Ég tel að þetta hafi verið einn besti hálfleikur okkar á tímabilinu. Í seinni hálfleik vorum við meira út úr stöðum."

„Stoke skapaði ekki mikið og við áttum skilið að vinna en þetta var erfiðari leikur en fyrir viku og það er gleðilegra að ná að vinna svona leik. Strákarnir sýndu frábæran karakter og mikinn metnað".
Athugasemdir
banner
banner
banner