Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 26. mars 2024 20:02
Brynjar Ingi Erluson
Fyrrum landsliðsmaður Spánar kom með fáránleg rök - „Þetta er ekki rasismi“
Mynd: Getty Images
Donato í leik með Deportivo
Donato í leik með Deportivo
Mynd: Getty Images
Donato, fyrrum leikmaður Deportivo La Coruna og spænska landsliðsins, kom með fáránleg rök til að réttlæta kynþáttafordóma í fótboltanum, en hann lét ummæli sín falla er hann var spurður út í blaðamannafund Vinicius Junior.

Viniciur Junior hefur orðið fyrir barðinu á rasistum á leikjum spænsku deildarinnar síðasta árið og hefur hann fengið sig fullsaddann.

   25.03.2024 23:40
Vinicius grét á blaðamannafundi - „Ég vil bara spila fótbolta“


Leikmaðurinn brast í grát er hann var spurður út í kynþáttafordóma á Spáni á blaðamannafundi á dögunum en fyrrum fótboltamenn virðast hafa sterkar skoðanir á þessu málefni.

Markvarðargoðsögnin Jose Luis Chilavert kom líklega með versta punktinn. Sagði hann leikmanninum að hætta að vera „faggi“ og að fótbolti væri gerður fyrir karlmenn.

   26.03.2024 08:30
Markvarðargoðsögn um Vinicius Junior: Ekki vera faggi, fótbolti er ætlaður körlum


Nú hefur annar fyrrum fótboltamaður tjáð sig um Vinicius Junior og upplifun hans á Spáni. Sá heitir Donato og spilaði með Deportivo La Coruna og á 12 landsleiki fyrir Spán, þó hann sé fæddur og uppalinn í Brasilíu.

Hann viðurkennir það að rasismi er vandamál en að það eigi ekki við í þessu tilviki.

„Spánn er ekki rasískt land, en rasismi er til. Ef ég er að spila gegn Vinicius og ég reyni að espa hann upp með því að kalla hann negra þá er ég ekki með kynþáttafordóma, heldur er það ögrun,“ sagði Donato í viðtali við Relevo.

Stórfurðuleg rök til að réttlæta kynþáttafordóma og ekki beint að hjálpa til við að sparka kynþáttaníði úr leiknum.
Athugasemdir
banner
banner
banner