Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 26. júní 2017 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Chelsea lánar enn einn leikmanninn til Vitesse (Staðfest)
Lánaður til Hollands.
Lánaður til Hollands.
Mynd: Getty Images
Chelsea hefur lánað varnarmanninn Fankaty Dabo til vinafélagsins Vitesse Arnheim í Hollandi.

Hinn 21 árs gamli Dabo varði seinni hluta síðasta tímabils á láni hjá Swindon í ensku C-deildinni og nú mun hann verja næsta tímabili í hollensku úrvalsdeildinni.

Dabo er uppalinn hjá Chelsea og hefur spilað með yngri liðum félagsins, en hann á enn eftir að spila með aðalliðinu.

Chelsea, sem er Englandsmeistari, hefur lánað leikmenn til Vitesse með reglulegu millibili frá árinu 2010. Leikmenn sem hafa m.a. farið þangað á láni eru Nemanja Matic og Bertrand Traore.

Á síðasta tímabili voru Nathan, Lewis Baker, Matt Miazga og Mukhtar Ali allir sendir þangað á láni og Vitesse endaði í 5. sæti hollensku úrvalsdeildarinnar, Eredivisie.
Athugasemdir
banner
banner