Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 26. október 2016 18:01
Elvar Geir Magnússon
Byrjunarlið Man Utd og Man City: Mkhitaryan ekki í hóp
Fylgst með gangi mála í úrslitaþjónustu á forsíðu
Carrick er með fyrirliðabandið hjá United í kvöld.
Carrick er með fyrirliðabandið hjá United í kvöld.
Mynd: Getty Images
Kevin de Bruyne er á meiðslalista Manchester City sem heimsækir Manchester United í fjórðu umferð enska deildabikarsins klukkan 19:00.

Pablo Zabaleta er einnig á meiðslalistanum en Vincent Kompany, sem lék sinn fyrsta deildarbyrjunarleik síðan í apríl á laugardag, er klár í slaginn. Manchester City gerir níu breytingar á byrjunarliðinu frá jafnteflinu gegn Southampton á sunnudag.

Aðeins Kompany og Leroy Sane eru áfram í liðinu.

City er án sigurs í fimm leikjum í öllum keppnum. United er einnig í sárum eftir 4-0 tap gegn Chelsea á sunnudag.

Marcos Rojo og Daley Blind eru hafsentar hjá United í kvöld Michael Carrick er með fyrirliðabandið. Paul Pogba og Zlatan Ibrahimovic byrja báðir.

Mikla athygli vekur að Henrikh Mkhitaryan er ekki í leikmannahópi United en margir bjuggust við að hann fengi tækifærið í kvöld. Armeninn sem keyptur var í sumar er algjörlega úti í kuldanum hjá Jose Mourinho.

Byrjunarlið Man Utd: De Gea, Blind, Valencia, Rojo, Shaw, Carrick, Herrera, Mata, Pogba, Rashford, Zlatan.
(Varamenn: Romero, Darmian, Fellaini, Schneiderlin, Lingard, Memphis, Young)

Byrjunarlið Man City: Caballero, Maffeo, Otamendi, Kompany, Clichy, Fernando, Aleix Garcia, Nolito, Navas, Sane, Iheanacho.
(Varamenn: Gunn, Gundogan, Sterling, Aguero, Adarabioyo, Fernandinho, Kolarov)

Stöð 2 Sport sýnir leikinn í beinni en fylgst verður með gangi mála í úrslitaþjónustu á forsíðu Fótbolta.net





Athugasemdir
banner
banner
banner