Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 27. mars 2015 08:01
Elvar Geir Magnússon
skrifar frá Astana í Kasakstan
Líklega hálfsetinn völlur á morgun
Icelandair
Frá æfingu Íslands í morgun.
Frá æfingu Íslands í morgun.
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
Íslenska landsliðið æfði í morgun, daginn fyrir leik, á keppnisvellinum í Astana. Áhuginn fyrir leiknum í landinu er alls ekki áberandi enda Kasakstan á botni riðilsins með aðeins eitt stig.

Þegar heimamenn eru spurðir að því hvernig mætingin verði eru svörin mismunandi en búist er við því að 12-17 þúsund manns verði á leiknum.

Leikvangurinn tekur 30 þúsund manns í sæti og er yfirbyggður eins og margoft hefur komið fram. Þó það sé nístingskuldi í Kasakstan er hlýtt og þægileg á leikvanginum.

Leikvangurinn var tekinn í notkun 2009 en á honum er gervigras. Um er að ræða glænýtt gervigras sem lagt var í desember en það er með kork-ögnum en ekki gúmmíi og eru íslensku leikmennirnir mjög ánægðir með undirlagið.

Allir voru með á æfingunni í dag og eru tilbúnir í slaginn en með því að smella hér má sjá líklegt byrjunarlið.

Tvö félagslið leika á vellinum, úrvalsdeildarliðið FC Astana og B-deildarliðið FC Bayterek.



Athugasemdir
banner
banner