Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   lau 27. maí 2017 17:52
Alexander Freyr Tamimi
Pepsi-deildin: Langþráður sigur Skagamanna
Skagamenn unnu loksins.
Skagamenn unnu loksins.
Mynd: Fótbolti.net - Ingunn Hallgrímsdóttir
ÍBV 1 - 4 ÍA
0-1 Arnar Már Guðjónsson ('41)
0-2 Þórður Þorsteinn Þórðarson ('48)
1-2 Pablo Punyed ('50)
1-3 Albert Hafsteinsson ('85)
1-4 Tryggvi Hrafn Haraldsson ('93)

Skagamenn fengu sín fyrstu stig í Pepsi-deildinni í sumar er þeir unnu afar langþráðan 4-1 útisigur gegn ÍBV í Vestmannaeyjum í dag.

Það virtist sem hlutirnir ætluðu loksins að detta með ÍA þegar Arnar Már Guðjónsson skoraði hreinlega stórbrotið mark skömmu fyrir leikhlé. Hann tók boltann viðstöðulaust á lofti og þrumaði í netið, algerlega óverjandi.

Þórður Þorsteinn Þórðarson tvöfaldaði forystu gestanna snemma í seinni hálfleik beint úr aukaspyrnu. Einungis tveimur mínútum síðar hafði Pablo Punyed minnkað muninn niður í eitt mark, einnig með aukaspyrnu.

Það kom þó ekki að sök. Albert Hafsteinsson gulltryggði sigur Skagamanna á 85. mínútu og Tryggvi Hrafn Haraldsson rak síðasta naglann í kistu Eyjamanna í uppbótartíma. Lokatölur 1-4 og fyrsti sigur Skagans á tímabilinu staðreynd.
Athugasemdir
banner
banner
banner