Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 27. júní 2016 11:51
Þorsteinn Haukur Harðarson
Aguero og Mascherano íhuga framtíð sína með landsliðinu
Mynd: Getty Images
Eins og fram hefur komið tilkynnt einn besti knattspyrnumaður heimsins, Lionel Messi, að hann væri hættur með landsliði Argentínu eftir að liðið tapaði úrslitaleik Copa America gegn Chile í nótt. Nú er útlit fyrir að fleiri lykilleikmenn leggi landsliðsskóna á hilluna.

Daily Mail greinir frá því í dag að Sergio Aguero, leikmaður Manchester City, og Javier Mascherano, leikmaður Barcelona, íhugi ennig að segja skilið við landsliðið.

Mascherano er orðinn 32 ára gamall og hann hefur spilað 129 landsleiki fyrir Argentínu. Hann státar af þeim vafasama heiðri að hafa tapað fimm úrslitaleikjum með liðinu.

Aguero hefur spilað 77 landsleiki fyrir þjóð sína en hann hefur ekki átt fast sæti í liðinu undanfarið. Hann kom inná sem varamaður fyrir Gonzalo Higuin í úrslitaleiknum í nótt.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner