Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 27. ágúst 2016 09:00
Elvar Geir Magnússon
Pellegrini tekinn við liði í Kína (Staðfest)
Pellegrini er kominn í peningana í Kína.
Pellegrini er kominn í peningana í Kína.
Mynd: Getty Images
Sílemaðurinn geðþekki Manuel Pellegrini er tekinn við liði Hebei China Fortune í kínversku deildinni.

Sjö umferðir eru eftir af deildinni og sitja hans nýju lærisveinar í fimmta sæti, fimmtán stigum frá toppsætinu.

Pellegrini stýrði Manchester City til Englandsmeistaratitilsins 2014 en var látinn fara í júní síðastliðnum þegar Pep Guardiola mætti á svæðið.

Það er vel borgað í Kína og fer Pellegrini í hóp þekktra þjálfara sem þar starfa, þar á meðal Sven-Göran Eriksson og Luis Felipe Scolari.

Meðal leikmanna sem Pellegrini hefur innan sinna raða hjá Hebei China Fortune eru Argentínumaðurinn Ezequiel Lavezzi, Gervinho fyrrum leikmaður Arsenal og Gael Kakuta sem var hjá Chelsea.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner