Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   fim 28. mars 2024 21:30
Ívan Guðjón Baldursson
Ræðir framtíð Davies: Heyrðum ekkert frá Bayern í sjö mánuði
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Framtíð Alphonso Davies hjá FC Bayern er í óvissu. Þýska fótboltafélagið er búið að bjóða Davies nýjan samning, en leikmaðurinn vill ekki skrifa undir fyrr en staðan innan félagsins skýrist.

Davies er talinn vera meðal bestu vinstri bakvarða og kantmanna heimsfótboltans og rennur samningur hans við Bayern út eftir rétt rúmlega eitt ár.

   28.03.2024 20:00
Alphonso Davies skrifar líklega ekki undir nýjan samning


Bayern vill ekki missa Davies á frjálsri sölu sumarið 2025 og hefur því tilkynnt leikmanninum að hann verður settur á sölulista ef hann skrifar ekki undir nýjan samning á næstu vikum.

„Það er mjög ósanngjarnt að okkur hafi verið gefinn þessi afarkostur, það er verið að ráðast á Alphonso úr öllum áttum. Fyrir ári síðan vorum við nálægt því að semja við félagið en svo var þjálfaranum og stjórninni skipt út. Við heyrðum ekkert frá félaginu í sjö mánuði þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir til viðræðna og núna fáum við bara tvær vikur til að taka ákvörðun?" segir Nedal Huoseh, umboðsmaður Davies.

„Þetta er galin staða og við ætlum ekki að svara bréfinu frá FC Bayern. Við munum taka ákvörðun varðandi framtíðina eftir tímabilið, þegar hlutirnir byrja aðeins að skýrast.

„Þetta er mjög mikilvægur samningur fyrir ferilinn hans Alphonso og við ætlum ekki að taka ákvörðun um framtíðina án þess að vita algjör grunnatriði eins og hver mun þjálfa liðið á næstu leiktíð eða hvaða leikmenn verða í hópnum. Það er þess vegna sem við getum ekki tekið ákvörðun sem stendur."


Davies er 23 ára gamall og hefur spilað tæplega 200 keppnisleiki á dvöl sinni hjá Bayern, auk þess að vera algjör lykilmaður í kanadíska landsliðinu með 15 mörk í 45 leikjum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner