Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 28. mars 2024 13:59
Brynjar Ingi Erluson
Stefan Ljubicic til Skövde (Staðfest)
Stefan er búinn að semja við Skövde
Stefan er búinn að semja við Skövde
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sóknarmaðurinn Stefan Alexander Ljubicic er genginn í raðir sænska félagsins Skövde frá Keflavík en þetta kemur fram í tilkynningu frá Keflvíkingum í dag.

Fótbolti.net greindi frá því í gærkvöldi að Stefan væri að ganga í raðir sænska félagsins en hann endurnýjar þar kynni sín við Srdjan Tufegdzic, sem tók við þjálfun liðsins í byrjun ársins.

Stefan er 25 ára uppalinn Keflvíkingur sem fór ungur að árum til Brighton á Englandi. Hann snéri aftur heim um mitt sumar 2019 og spilaði þá með Grindavík áður en hann samdi við lettneska liðið Riga nokkrum mánuðum síðar.

Hann hefur einnig verið á mála hjá HK og KR en snéri aftur heim í Keflavík fyrir síðustu leiktíð.

Á síðustu leiktíð skoraði hann 3 mörk í 16 leikjum í Bestu deildinni, en hann fer nú aftur á vit ævintýranna.

Stefan hefur samið um að leika með Skövde í B-deildinni í Svíþjóð en hann heldur út á næstu dögum.

Skövde hafnaði í 13. sæti í sextán liða deild á síðasta ári.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner