Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 28. apríl 2017 20:19
Elvar Geir Magnússon
Albert áfram sjóðheitur - Kominn með 16 mörk
Albert Guðmundsson.
Albert Guðmundsson.
Mynd: Getty Images
Albert Guðmundsson heldur áfram að vera sjóðheitur í með varaliði PSV Eindhoven í hollensku B-deildinni.

Hann skoraði eina markið þegar PSV vann sigur gegn Telstar í kvöld. Ljóst er að liðið mun enda í fjórða sæti en ein umferð er eftir.

Albert er kominn með 12 mörk í 12 leikjum og 16 mörk alls í deildinni.

Hann er farinn að anda í hálsmálið á samherja sínum, Sam Lammers, sem er markahæsti leikmaður PSV liðsins með 17 mörk.

Miðað við frammistöðu Alberts hlýtur hann að fara að fá tækifærið með aðalliði PSV.

Danmörk
Hannes Þór Halldórsson hélt hreinu fyrir Randers í kvöld þegar liðið gerði markalaust jafntefli gegn Esbjerg. Ólafur Kristjánsson þjálfar Randers en liðið er öruggt með sæti í umspili um sæti í forkeppni Evrópudeildarinnar.

Guðlaug­ur Victor Páls­son, fyr­irliði Es­bjerg, var hvíld­ur. Es­bjerg er á leið í umspil um að halda sæti sínu í deild­inni og er Guðlaugur Victor hvíldur fyrir þann slag.

@albertgudmundsson maakte vanavond zijn zestiende treffer van het seizoen. On fire! 🔥

A post shared by PSV (@psv) on



Athugasemdir
banner
banner
banner