Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 28. maí 2016 07:30
Jóhann Ingi Hafþórsson
Króatíu skipað að spila leiki fyrir luktum dyrum
Stuðningsmenn Króatíu láta til sín taka.
Stuðningsmenn Króatíu láta til sín taka.
Mynd: Getty Images
Króatíu hefur verið skipað að spila tvo leiki í undankeppni HM fyrir luktum dyrum vegna óláta í stuðningsmönnum.

Fleiri lið fengu einnig sektir en Króatía fékk alvarlegustu refsinguna.

Fifa hefur sektað króatíska knattspyrnusambandið um 114.000 pund eða um tæpar 22 milljónir króna. Bannið tekur gildi gegn Tyrklandi, 5. september og Finnlandi, 9. október en Króatía er með Íslandi í riðli í undankeppninni.

Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Króatar eru að lenda í vandræðum, sökum óláta en það gerist nánast á hverju ári.

Lönd eins og Síle, Paragvæ, Peru og Mexíkó fengu svo minni sektir.
Athugasemdir
banner
banner